Veðskuldabréfasjóður ÍV hs. er sérhæfður sjóður, skv. lögum nr. 45/2020 rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Sjóðurinn er lokaður og einungis við hæfi fagfjárfesta.
Sjóðurinn fjármagnar fjárfestingar með útgáfu hlutdeildarskírteina og með útgáfu skuldabréfaflokksins VIV 14 1 sem skráður er í kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi
Markmið sjóðsins er að ávaxta með sem bestum hætti, með tilliti til áhættu, þá fjármuni sem fjárfestir afhendir honum. Sjóðurinn fjárfestir í löngum verðtryggðum skuldabréfum útgefnum af lögaðilum sem tryggð eru með veði í tekjuberandi fasteignum (atvinnu- og íbúðarhúsnæði skráðu hjá FMR). Heimilt er að fjárfesta í lánssamningum tryggðum með tryggingarbréfi í fasteign þegar opinber aðili er eigandi fasteignar eða leigjandi hennar á langtímasamningi.
Rekstraraðili sjóðsins er ÍV sjóðir hf., kt. 491001-2080 Félagið er fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands til reksturs verðbréfasjóða skv. lögum nr. 128/2011 og til reksturs sérhæfðra sjóða. Lögheimili félags er að Hvannavöllum 14, 600 Akureyri en starfsstöð þess er að Hliðasmára 6, 200 Kópavogi.